Fara í efni

Skoðanir, mælingar, sýnatökur og eftirlit í fiskvinnslum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Námskeið um skoðanir, mælingar, sýnatökur og eftirlit í fiskvinnslum fyrir starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja sem vinna við gæðastjórnun og eftirlit verður haldið hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni þann 14. nóvember kl. 10:00-16:00. Lögð verður áhersla á mikilvægi kælingar og meðhöndlunar í móttöku, við vinnslu, í pökkun og í geymslu.


Fjallað verður um skipulag við gæðaeftirlit, grunnþætti skynmats og hvernig hægt er að nýta skynmat betur í gæðaeftirliti, ísun og hitastigseftirlit, sýnatökur, helstu örverumælingar og viðmiðunarmörk. Áhersla verður lögð á að benda á leiðir til úrbóta ef niðurstöður gæðaeftirlits sýna frávik frá þeim mörkum sem sett hafa verið. Meðal verkefna sem framkvæmd verða eru skynmat á fiski og kvörðun hitamæla.


Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi:


  • Móttökueftirlit og rekjanleiki

  • Gæðaeftirlit og skráningar
  • Mikilvægi kælingar og áhrif á gæði afurða
  • Hitaskráningar
  • Mælingar á gæðum
  • Aðferðafræði skynmats
  • Gæðabreytingar og skemmdarferill fisks


Verkefni:

  • Lærum að þekkja helstu gæðabreytingar og algenga galla í fiski

  • Þátttakendur framkvæma skynmat á heilum fiski og flökum
  • Prófanir á hitamælum


Námskeiðið á sér stað hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni að Lynghálsi 3, 110 Reykjavík. Skráning er í síma 512-3380 eða í netfangið namskeid@syni.is og kostar námskeiðið 24.500 kr.

Mynd: Sesselja María Sveinsdóttir


Getum við bætt efni síðunnar?