Sérgreinadýralæknir/fagsviðsstjóri aukaafurða dýra
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf sérgreindýralæknis/fagsviðsstjóra aukaafurða dýra. Um fullt starf er að ræða á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi eða annarri starfstöð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins. Aukaafurðir dýra ná til allra dýraafurða sem eru ekki ætlaðar til manneldis, t.d slátur- og fiskafskurður, húðir, gærur, dúnn, búfjáráburður og margt fleira. Starfsmaðurinn verður í teymi samstarfsmanna um aukaafurðir dýra og fóður.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning á framkvæmd löggjafar um aukaafurðir dýra
- Samræming eftirlits með söfnun, geymslu, vinnslu, merkingum og dreifingu aukaafurða dýra
- Samræming eftirlits með meðhöndlun og förgun dýrahræja
- Úrvinnsla niðurstaðna eftirlits með aukaafurðum dýra
- Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir varðandi málaflokkinn
- Vinna að smitvörnum vegna dýrasjúkdóma í samvinnu við aðra sérfræðinga stofnunarinnar í tengslum við málaflokkinn
- Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði, þ.m.t. erlendu samstarfi
- Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
- Fræðsla og upplýsingagjöf innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Dýralæknir eða önnur sértæk háskólamenntun á sviði raungreina sem nýtist í starfi.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Skipulags- og samskiptahæfileikar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku
Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson, sviðstjóri samhæfingar í síma 530 4800, thorvaldur.thordarson@mast.is Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2023. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.