Fara í efni

Sérfræðingur í matvælaeftirliti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á matvæla- og neytendamálasvið í starf sérfræðings í matvælaeftirliti. Um er að ræða fullt starf frá og með 1. febrúar 2012 á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi.

Helstu verkefni:

  • Hollustuhátta- og eftirlitslöggjöf
  • Eftirlits- og átaksverkefni
  • Neysluvatn
  • Skýrslugerð og úrvinnsla gagna
  • Samskipti við fyrirtæki og stofnanir
  • Fræðsla og upplýsingagjöf
  • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í matvælafræði, dýralækningum, eða önnur sambærileg háskólamenntun sem talin er henta til starfsins
  • Þekking á matvælavinnslu
  • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
  • Þekking á HACCP, lögum og gerðum EES um matvæli er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Örn Hanssonog  Hafsteinn Jóh. Hannesson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Sérfræðingur” eða með tölvupósti á starf@mast.is.  Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2011 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.


Getum við bætt efni síðunnar?