Fara í efni

Sérfræðingur - gæðastjórnun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á Áhættumats- og gæðastjórnunarsvið til að ritstýra gæðahandbók stofnunarinnar auk annarra verkefna. Um nýtt starf er að ræða og gefst viðkomandi tækifæri til að taka þátt í mótun þess.

 

Helstu verkefni:

 • Ritstjórn Focal-gæðahandbókar
 • Framkvæmd innri úttekta á gæðakerfinu
 • Verkstjórn umbótaverkefna í gæðakerfinu
 • Viðhald gæðakerfis
 • Önnur verkefni

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Góð þekking á Focal–gæðakerfi er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Góð tölvukunnátta
 • Reynsla af vinnu við gæðakerfi
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar

 

Starfsmaður mun starfa á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi. Um fullt starf er að ræða og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurborg Daðadóttir og  Hafsteinn Jóh. Hannesson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Sérfræðingur” eða með tölvupósti á mast@mast.isUmsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2009.


Getum við bætt efni síðunnar?