Fara í efni

Sérfræðingur - Eftirlit með framleiðendum sjávarafurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf frá og með 1. febrúar 2011 sem tengist eftirliti með framleiðslu sjávarafurða á aðalskrifstofu MAST á Selfossi. Starfið er tvískipt, annars vegar lýtur það að þjálfun, fræðslu og samræmi í störfum eftirlitsmanna og hins vegar að beinu eftirliti  með framleiðendum sjávarafurða. Starfið mun útheimta nokkur ferðalög innanlands.


Matvælastofnun mun frá 1. mars 2011 taka yfir allt eftirlit með framleiðendum sjávarafurða sem að hluta til hefur verið í höndum faggiltra skoðunarstofa.


Helstu verkefni:
 • Skipulag og þátttaka í þjálfun og fræðslu eftirlitsmanna
 • Skipulag og aðgerðir til samræmingar í störfum eftirlitsmanna
 • Umsjón með úttektum vegna leyfisumsókna
 • Úttektir á innra eftirliti (HACCP) hjá leyfishöfum
 • Skoðanir hjá leyfishöfum, þ.e. landvinnslum, vinnslu-, frysti- og öðrum fiskiskipum
 • Eftirlit með löndunaraðstöðu og aflameðferð
 • Samskipti við leyfishafa
 • Skýrslugerð og frágangur gagna í gagnagrunn
 • Úrvinnsla gagna vegna eftirlits
 • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin


Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla á sviði eftirlits með framleiðslu sjávarafurða byggt á HACCP aðferðafræðinni
 • Þekking á HACCP, lögum og gerðum EES um matvæli og fóður
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Örn Hansson og Hafsteinn Jóh. Hannesson og í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Sérfræðingur-Sjávarafurðir ” eða með tölvupósti á mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2010. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.


Getum við bætt efni síðunnar?