Fara í efni

Salmonellusmit í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingum frá Reykjagarði hf. og hefur fyrirtækið í varúðarskyni innkallað allar afurðir með rekjanleikanúmer 002-09-05-4-04. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að hafa samband í síma 575 6445 eða á netfangið sala@holta.is til að skila inn vörum.

Umræddur 9700 fugla kjúklingahópur hafði verið rannsakaður í tvígang áður en kjúklingunum var slátrað án þess að salmonella fyndist. Við hverja slátrun eru tekin sýni af kjúklingi til salmonellurannsókna og vaknaði grunur um salmonellu í sláturhópnum. Sýnin eru í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verða send á sýkladeild Landspítalans til staðfestingar. Endanleg staðfesting mun liggja fyrir í lok vikunnar og er framleiðanda skylt að farga viðkomandi afurðum eða hitameðhöndla þær reynist sláturhópar smitaðir. Óljóst er hvernig smitið hefur borist í kjúklingana og er ekki ástæða til að ætla að aðrar afurðir frá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu.

Neytendum er bent á leiðbeiningar um rétta meðhöndlun á hráum kjúklingi.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?