Fara í efni

Salmonella á kúabúi

Í síðustu viku voru tekin fleiri sýni á bænum Fellshlíð þar sem salmonellusýking greindist í nautgripum fyrr í mánuðinum, með það fyrir augum að athuga með útbreiðslu sýkingarinnar í hjörðinni og umhverfi hennar. Öll sýni voru neikvæð og engin dýr á bænum sýna einkenni eins og er.

Þekkt er að útskiljun á salmonellu í saur er mjög sveiflukennd, oft tengd streitu. Áður en hægt er að lýsa bæinn lausan við sjúkdóminn og fella niður gildandi takmarkanir þarf að taka endurtekin sýni með 30 daga millibili sem þurfa öll að reynast neikvæð. Sjá fyrri frétt um salmonellugreiningu á bænum Fellshlíð í Eyjafirði.


Getum við bætt efni síðunnar?