Fara í efni

Riða greindist í skimunarsýni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Fyrir skömmu barst Matvælastofnun tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt m.t.t. riðu. Sauðfjárbúskapur var aflagður á bænum í haust, aðeins er því um þrif og sótthreinsun að ræða.

Á hverju hausti er tekinn fjöldi sýna úr fé sem sent er til slátrunar og þau rannsökuð með tilliti til riðu. Jákvæð niðurstaða úr rannsókn á einu slíku sýni frá í haust barst nýlega. Um var að ræða sýni úr kind frá bænum Sporði á Vatnsnesi. Þegar Matvælastofnun hafði samband við bóndann kom í ljós að hann hætti sauðfjárbúskap í haust og því ekkert fé lengur á bænum. Í þessu tilviki er því ekki um niðurskurð á fé að ræða en Matvælastofnun mun framkvæma faraldsfræðilega rannsókn og hefur lagt til við ráðherra að hreinsun útihúsa og umhverfis verði fyrirskipuð.


Getum við bætt efni síðunnar?