Riða greindist ekki á árinu 2024
Frétt -
11.02.2025
Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú lokið rannsóknum á öllum heilasýnum sem tekin voru á árinu 2024. Klassísk riða fannst ekki í neinu sýni.
Tvö sýni, sitt frá hvorum bænum, reyndust jákvæð vegna afbrigðilegrar riðu (NOR98) en slík greining kallar ekki á aðgerðir.