Fara í efni

Riða greinist á tveimur býlum á norðurlandi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Riða hefur greinst á tveimur bæjum í Skaga- og Eyjafjarðarumdæmi. Svo vill til að bæirnir heita báðir Dæli, annar í Sæmundarhlíð í Skagafirði en hinn í Skíðadal í Dalvíkurbyggð. Hér er um hefðbundna riðu að ræða í tveimur kindum og voru báðar kindurnar með klínísk einkenni. Um 130 vetrarfóðraðar kindur eru samtals á báðum bæjum.

Þetta er sjötta tilfellið af riðu í Skagafirði á fjórum árum og öll tilfellin
á tiltölulega þröngu svæði vestan Vatna. Síðasta tilfelli riðu í Dalvíkurbyggð greindist árið 2003 og þar á undan árið 1998, en mikill niðurskurður vegna riðu fór fram í Svarfaðardal árið 1988. Riða greindist einnig árið 1995 í Dæli í Skíðadal, en þar var einnig skorinn niður allur fjárstofn árið 1988.

Á næstu dögum verður aflað faraldsfræðilegar upplýsinga á búunum auk þess sem fjárhús og annar búnaður verður tekinn út til að meta umfang aðgerða við þrif og sótthreinsun. Síðan fara þessi mál í hefðbundið ferli til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og sérfræðingar Matvælastofnunar ganga þar næst til samninga um niðurskurð við bændurna.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?