Fara í efni

Rannsókn á E.coli og salmonellu í nautgripum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun tók sýni á 169 nautgripabúum í 7 umdæmum á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2011. Tilgangur sýnatökunnar var að kanna hvort greina mætti salmonellu eða E. coli 0157:H7 í sýnunum. Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum rannsakaði sýnin. Öll sýnin reyndust neikvæð m.t.t. salmonellu og E. coli 0157:H7. Þetta eru góðar niðurstöður og má draga þá ályktun af rannsókninni að litlar líkur séu á að E. coli O157:H7 og Salmonella berist í fólk með íslenskum nautgripaafurðum. Þó er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og æskilegt er að fylgst sé með afurðum með reglubundnum sýnatökum. Sjá skýrslu um rannsóknina hér.   

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?