Fara í efni

Rafrænt yfirlit yfir reikninga frá MAST og stöðu gjalda

Viðskiptavinir Matvælastofnunar geta nú fengið hreyfingayfirlit yfir reikninga frá stofnuninni ásamt upplýsingum um stöðu gjalda um áramót inni á Mínum síðum á Ísland.is á nýrri undirsíðu: Fjármál. Hreyfingarnar er hægt að flytja yfir í Excel eða CSV-skrá.

Jafnframt geta prókúruhafar fyrirtækja veitt starfsmönnum og öðrum sem sjá um fjármál fyrirtækisins umboð til að fara inn á Fjármál á Ísland.is.

Frá og með 1. maí sl. eru reikningar stofnunarinnar ekki sendir út á pappír til viðskiptavina en allir reikningar frá 2018 eru aðgengilegir á Ísland.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?