Fara í efni

Rafrænt yfirlit yfir reikninga frá MAST og stöðu gjalda

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Viðskiptavinir Matvælastofnunar geta nú fengið hreyfingayfirlit yfir reikninga frá stofnuninni ásamt upplýsingum um stöðu gjalda um áramót inni á Mínum síðum á Ísland.is á nýrri undirsíðu: Fjármál. Hreyfingarnar er hægt að flytja yfir í Excel eða CSV-skrá.

Jafnframt geta prókúruhafar fyrirtækja veitt starfsmönnum og öðrum sem sjá um fjármál fyrirtækisins umboð til að fara inn á Fjármál á Ísland.is.

Frá og með 1. maí sl. eru reikningar stofnunarinnar ekki sendir út á pappír til viðskiptavina en allir reikningar frá 2018 eru aðgengilegir á Ísland.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?