Fara í efni

Rafræn birting á vöktun salmonellu og kampýlóbakter

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Opinberar niðurstöður vöktunar á Salmonella spp. og Campylobacter spp. í alifuglum og Salmonella spp. í svínum hafa verið birtar í lifandi og gagnvirku mælaborði á vef Matvælastofnunar. Birtingin er liður í að flytja eftirlitsniðurstöður Matvælastofnunar úr gagnagrunnum stofnunarinnar á aðgengilegt rafrænt form með gagnsæi að leiðarljósi.

Mælaborðið býður upp á greiðan aðgang að upplýsingum þar sem notandi velur sjálfur það tímabil sem hann vill skoða, hvort sem það er á árs- eða mánaðargrundvelli, allt aftur til ársins 2013. Hann getur einnig flett upp hvenær valin sermisgerð Salmonella greindist og hversu oft. Með skýringum á hjálparsíðunni (græni reitur Hjálp) er lesandinn fljótur að átta sig á valmöguleikum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?