Fara í efni

Ræktun og pökkun matjurta

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um ræktun og pökkun matjurta. Í leiðbeiningunum eru dregin saman helstu ákvæði í matvælalöggjöfinni varðandi hollustuhætti við ræktun matjurta og um pökkun þeirra. Allir matjurtaframleiðendur eiga samkvæmt matvælalögum að skrá starfsemi sína hjá Matvælastofnun. Stofnunin veitir matjurtaframleiðendum frest til 1. september nk. til að skrá starfsemi sína í þjónustugátt stofnunarinnar. Fyrirtæki sem pakka matjurtum fá starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og eru undir eftirliti þeirra.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?