Þörungaeitur og kræklingaræktendur
Vegna
viðvarandi eiturþörunga í sjósýnum í Hvalfirðinum, sumar af tegundinni
Dynophysis, voru sýni af kræklingi send til þörungaeitursgreiningar.
Niðurstaðan sýnir að í kræklingnum eru Lipophilic toxins (DSP eða Diarrhetic
Shellfish Poison) langt yfir viðmiðunarmörkum, eða 700 - 830 µg/kg þegar
leyfileg mörk eru 160 µg/kg, og reynist hann því mjög eitraður. Þetta eitur dvelur
lengi í skelfiski og tekur að lágmarki 3 mánuði að hreinsast úr kræklingi.
Í Eyjafirði
hafa hins vegar verið viðvarandi eiturþörungar sem valdið geta PSP (Paralytic
Shellfish Poison) og ASP (Amnesic Shellfish Poison) þörungaeitrun. Sýni af
kræklingi hafa verið send til greiningar og er niðurstöðu að vænta bráðlega.
Kræklingaræktendum er bent á að kynna sér skilyrði til að framleiða krækling
og setja á neytendamarkað. Hægt er að nálgast upplýsingarnar hér.