Þörungaeitur í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði
Frétt -
19.05.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Lömunareitrun PSP hefur
greinst í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði. Í sýnum sem nýlega
voru tekin til þörungaeitursgreiningar reyndist magn PSP vera yfir
viðmiðunarmörkum. Matvælastofnun varar því við sterklega við neyslu og
tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði. Eiturþörunga er ekki lengur að finna í Hvalfirði samkvæmt síðustu niðurstöðum, en Matvælastofnun varar samt sem áður áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr firðinum. |
Ítarefni
- Matvælastofnun varar við tínslu kræklings úr Hvalfirði - Frétt frá 13.05.11
- Þörungaeitur í skelfiski