Fara í efni

Opið hús á Hvanneyri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og aðrar stofnanir og fyrirtæki með aðsetur að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri opna skrifstofur sínar uppá gátt fimmtudaginn 22. janúar. Tekið verður á móti gestum kl. 15-18 og verður hin fjölbreytta starfsemi sem á sér stað í húsinu kynnt af starfsfólki.

Með starfsemi í húsinu eru, ásamt Matvælastofnun, Búnaðarsamtök Vesturlands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Héraðssetur Landgræðslu ríkisins, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skorradalshreppur og Vesturlandsskógar.

Auk kynninga verður boðið upp á veitingar og laus skrifstofurými verða til sýnis. Verið velkomin!

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?