Fara í efni

Ómerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í Nammiklöttum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að Myllan í samráði við eftirlitið hefur tekið af markaði og innkallað frá neytendum eftirfarandi matvæli:  



  • Vöruheiti:  Nammiklatti 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Myllan, Skeifunni 19. 
  • Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur ómerkta ofnæmis-og óþolsvalda, möndlur, pekanhnetur, valhnetur og sesamfræ. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: Verslanir um land allt.

Myllunni skylt að stöðva dreifingu ofangreinds matvælis og innkalla það af markaði og skal það ekki vera í dreifingu eftir 20. ágúst 2015.  Fyrirtækið hefur nú þegar sent út fréttatilkynningu vegna málsins. 

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi fyrir ofangreindum ofnæmis-og óþolsvöldum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslunum þar sem hún var keypt eða hjá Myllunni, Skeifunni 19 milli 8 og 16 alla virka daga. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?