Ómerkt hveiti í hamborgarasósu
Frétt -
24.09.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten) við neyslu á Íslandsnaut hamborgarasósu. Sósan inniheldur hveiti án þess að það komi fram á merkimiða vörunnar. Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað vöruna af markaði.
Allar lotur eru innkallaðar með best fyrir dagsetningum fyrir 08-01-2021:
- Vöruheiti: Íslandsnaut Hamborgarasósa, Smash Style
- Strikamerki: 5690350194556
- Nettómagn: 250ml
- Dreifing: Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaupa fram til 23. september 2020.
Viðskiptavinir Bónus og Hagkaupa sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten) er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori hjá adfong.is.