Uppfært-Ólöglegt varnarefni í núðlum
Frétt -
12.07.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á Lucky Me! núðlum Instant Noodles Pancit Canton (Original Flavor, Chilli, Calamansi, Chillimansi), og Beef Mami Instant Noodle Soup sem fyrirtækin Dai Phat, Filipino verslun og Lagsmaður og Víetnam market flytja inn. Innköllunin er vegna etýlen oxíð sem er ólöglegt varnarefni og má ekki nota í matvælaframleiðslu.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Lucky Me!
- Vöruheiti: Instant Noodles Pancit Canton (Original Flavor, Chilli, Calamansi, Chillimansi), og Beef Mami Instant Noodle Soup
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar lotur/dagsetningar
- Nettómagn: 60 g og 55 g
- Framleiðandi: Monde Nissin Thailand Co. LTD.
- Framleiðsluland: Tæland
- Innflutningsfyrirtæki: Filipino Store, Langarima 21-23, og Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14 og Víetnam market ehf. Suðurlandsbraut 6.
- Dreifing: Verslun Filipino Store, Langarima 21-23, og vefverslun fyrirtækisins, www.filipino.is.,Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14 og Vietnam Market í verslanir sínar á Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11
- Vöruheiti: Pamcit Canton Chilimansi, Pancit Canton kalamansi, Pancit Canton Chili, Pancit Canton chow mein, Instant noodle beef.
- Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf / Fiska.is
- Framleiðsluland: Thailand
- Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD
- Dreifing: Verslun fiska.is Nýbýlavegi 6,200 Kópavogi.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík (Filipino innköllun)
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík (uppfært)
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu (Dai Phat innköllun)
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu í Hafnarfirði og Kópavogi
- Fréttatilkynning frá Dai Phat
- Fréttatilkynning frá Filipino store
- Fréttatilkynning frá Lagsmanni ehf.