Fara í efni

Óleyfilegt litarefni í pálmaolíu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði.

Um er að ræða innköllun á pálmolíu frá Ghana sem greindist innihalda ólöglegt litarefni Sudan 4.

Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið tekið úr sölu og innkallað vöruna með lotunúmeri 31.12.2019 með fréttatilkynningu.

Nánar

Vörumerki: Ruker Ventures.

Vöruheiti: Edible Palm Oil.

Strikanúmer: 6034000006193.

Lotunúmer: 31.12.2019.

Nettómagn: 1 l.

Framleiðandi: Ruker Ventures Limited.

Framleiðsluland: Gana.

Innflytjandi: Lagsmaður ehf. (Fiska.is), Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Fiska.is Nýbýlavegi og Kolaportinu.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Fiska.is, Nýbýlavegi 14 í Kópavogi , eða í sölubás Fiska.is í Kolaportinu. Nánari upplýsingar veitir Fiska.is í síma 571 5518.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?