Fara í efni

Nýtt skipurit Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur breytt skipuriti frá og með deginum í dag. Viðamikil stefnumótun hefur átt sér stað innan stofnunarinnar sem miðaðist að því að efla og styrkja innviði stofnunarinnar ásamt því að undirstrika helsta tilgang stofnunarinnar sem er eftirlit. Aðaláhersla er á að styrkja og efla það verkefni en stofnunin sinnir eftirliti með dýravelferð, dýraheilbrigði, matvæla-, fóður og áburðarframleiðslu. Öll vinna, fræðsla og stjórnsýsla innan Matvælastofnunar mun einblína á að þjónusta samfélagið eins vel og mögulegt er til að stuðla að öryggi og heilsu manna, dýra og plantna og auka þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar.

Tvær sviðsstjórastöður verða auglýstar í kjölfar skipulagsbreytinga en það eru staða sviðsstjóra Vettvangseftirlits og staða sviðsstjóra Upplýsingatæknimála og rekstrar.


Getum við bætt efni síðunnar?