Fara í efni

Nýting síldar í Kolgrafafirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna umræðu um nýtingu síldar sem drepist hefur í Kolgrafafirði vill Matvælastofnun benda á að allt fóður skal vera heilnæmt og síld sem rekur á fjöru, rotnuð og vargfugl hefur komist í, er ekki heimilt að nota sem fóður fyrir dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis. Í dauðum fiski getur rotnun hafist mjög fljótt með hröðum vexti ýmissa örvera, sem sumar geta verið skaðlegar fyrir dýr. Við rotnun geta einnig myndast skaðleg efnasambönd.

Heimilt er að nýta sjálfdauðan fisk í fóður fyrir dýr sem ekki gefa af sér afurðir til manneldis, t.d. loðdýr og dýr í dýragörðum og sem áburð. Engu að síður þarf að tryggja að hráefnið sé ferskt og heilnæmt og fóðrið innihaldi ekki skaðlegar örverur eða efnasambönd. Slík framleiðsla er undir opinberu eftirliti Matvælastofnunar og háð leyfi hennar.


Getum við bætt efni síðunnar?