Fara í efni

Nýr veirusjúkdómur í nautgripum og sauðfé

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Á síðari hluta árs 2011 varð veikinda vart í nautgripum og sauðfé í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu, sem talin eru vera af völdum veiru sem ekki hefur greinst áður en er nú kölluð „Schmallenberg virus“. Veiran tilheyrir ættkvíslinni Orthobunyavirus. Veirur sem þessar berast milli dýra með skordýrum, oftast smámýi af tegundinni Culicoides, sem ekki lifir á Íslandi svo vitað sé og því mjög ólíklegt að þessi nýja veira berist hingað til lands.

Einkenni þeirra veikinda sem veiran er talin valda í nautgripum eru almenns eðlis, svo sem slappleiki, skita, lystarleysi og fall í nyt. Veikindin standa stutt yfir. Í sauðfé hefur veiran greinst í lömbum með meðfædda vansköpun. Engin veikindi í fólki hafa verið rakin til þessarar veiru og ólíklegt er talið að hún valdi sjúkdómi í fólki en verið er að rannsaka hana nánar.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?