Fara í efni

Nýr vefur Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur tekið nýjan vef í notkun. Vefurinn byggir á ítarlegri þarfagreiningu þar sem hver markhópur getur nálgast allt sitt efni á einum stað.

Meðal nýjunga á vefnum eru gardínur á efnissíðum, bætt aðgengi í snjallsímum og spjaldtölvum, aukin áhersla á dýravelferð og viðbrögð vegna dýra í neyð, öflugri leitarvél og leitarvirkni sem síar jafnóðum úr listum s.s. nýjum lista yfir dýrasjúkdóma, starfsmannalista og fréttasafni.

Markmið vefsins er að auðvelda markhópum að leysa lykilverkefni á skjótan og skilvirkan hátt í mismunandi tækjum með aðgengi og góða notendaupplifun að leiðarljósi.

Allir póstlistar yfir fréttir Matvælastofnunar sem áður voru skiptir eftir málaflokkum verða sameinaðir í einn. Áskrifendum berast áfram allar fréttir stofnunarinnar um leið og þær birtast.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?