Fara í efni

Nýliðunarstuðningur í landbúnaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna nýliðunarstuðnings í samræmi við ákvæði IV. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016 skv. heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum.

Nýliðunarstuðningur er veittur til fjárfestinga í búrekstri. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Framlög til nýliðunarstuðnings beinast að einstaklingum í eigin nafni eða til lögaðila sem nýliði á a.m.k. 25% hlut í. 

Þeir einstaklingar einir geta sótt um nýliðunarstuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur:

  • eru skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis/garðyrkjubýlis og stunda landbúnað á lögbýli/garðyrkjubýli með virkt virðisaukaskattsnúmer og starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40. 
  • eru á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi. 
  • eru að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti og/eða hafa leigt búrekstur skemur en fimm ár frá 1. janúar á umsóknarári.
  • hafa ekki verið skráðir handhafar beingreiðslna í sauðfé, mjólk eða garðyrkju síðastliðin 8 ár frá 1. janúar á umsóknarári. 

Nýliðunarstuðningur er veittur til fjárfestinga í búrekstri. Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingakostnaði á ári og skulu framlög til einstakra nýliða ekki vera hærri en níu milljónir króna í heildarstuðning. Stuðningur til nýliða sem á hlut í lögaðila skal taka mið af eignarhlut nýliða í lögaðilanum. Sé áætlað að framkvæmdartími við fjárfestinguna sem sótt er um stuðning fyrir sé lengri en eitt ár skal umsækjandi gera grein fyrir áfangaskiptingu hennar í framkvæmda- og verkáætlun skv. c-lið 2. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 1240/2016. Heimilt er að veita stuðning við sömu fjárfestingu í allt að þrjú ár. 

Með umsóknum skal m.a. fylgja lýsing á búrekstri og fjárfestingunni sem óskað er stuðnings við, markmið fjárfestingarinnar, framkvæmda- eða verkáætlun vegna fjárfestingar. Sjá nánari lýsingu á hvað umsókn skal innihalda í 16. gr. reglugerðar nr. 1240/2016. 

Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2017. Opnað verður fyrir umsóknir um miðjan apríl 2017. 


Getum við bætt efni síðunnar?