Nýjar reglur um útflutning hunda
Frétt -
30.01.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Samræmdar reglur eru nú um innflutningsreglur til allra aðildarríka ESB, Noregs og Sviss. Frá og með 1.1.2012 urðu þær breytingar á útflutningsreglum gæludýra (hunda og katta) til Noregs, Svíþjóðar, Bretland og Möltu að enn sem fyrr er krafist bólusetningar gegn hundaæði en biðtíminn styttur í 21 dag (í stað 4-6 mánaða áður) og krafa um blóðprufu felld niður. Bólusetja skal gegn hundaæði 21 degi fyrir brottför, engin krafa um blóðprufu. |
Ítarefni