Fara í efni

Ný skoðunarhandbók fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um framkvæmd matvælaeftirlits á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Leiðbeiningarnar voru unnar í samvinnu við heilbrigðiseftirlitssvæðin og eru liður í því að auka samræmi í framkvæmd matvælaeftirlits á landsvísu. Leiðbeiningar eru unnar í samræmi við breytingar á löggjöf hvað varðar kröfur til matvælafyrirtækja og matvælaeftirlits sem hafa verið innleiddar  á undanförnum árum.

Tilgangur með útgáfu skoðunarhandbókar er að veita starfsfólki sem starfar við eftirlit á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga leiðbeiningar um hvernig skuli skipuleggja og framkvæma eftirlit með matvælafyrirtækjum sem heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með.

Í byrjun árs 2015 gaf Matvælastofnun einnig út leiðbeiningar um hvernig skuli flokka matvælafyrirtæki sem heyra undir eftirlit heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með tilliti til áhættu starfseminnar og frammistöðu matvælafyrirtækjanna í að uppfylla kröfur. 

Með þessu hafa stór skref verið stigin til samræmingar í matvælaeftirliti á landsvísu og ætti það að stuðla að auknu jafnræði og gagnsæi í stjórnsýslunni.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?