Fara í efni

Ný síða yfir lög og reglur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja vefsíðu yfir lög og reglur sem stofnunin framfylgir og starfar eftir. Markmið síðunnar er að auðvelda eftirlitsþegum og almenningi aðgengi að lögum og reglum sem varða starfssvið Matvælastofnunar. 

Á síðunni er hægt að nálgast löggjöf um matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð, fóður og önnur viðfangsefni stofnunarinnar, alls um 31 lagabálk og 600 reglugerðir.

Helstu nýmæli eru að nú eru öll lög og reglugerðir birtar saman á einni síðu með öflugri leitarvél og möguleika á að raða efni í tímaröð, eftir flokkum eða eftir heiti. Breytingar sem gerðar eru á reglugerðum birtast eingöngu þegar stofnreglugerðin er valin og í þeim tilvikum þar sem reglugerð byggir á Evrópulöggjöf eru númer þeirra reglugerða sýnileg og slóð á hverja gerð fyrir sig.

Allar ábendingar eru vel þegnar og skulu þær sendar á netfangið legal@mast.is eða með ábendingatakkanum á heimasíðunni. Ef óskað er frekari upplýsinga og aðstoðar er hægt að hafa samband við Ástfríði Sigurðardóttur, fagsviðsstjóra.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?