Fara í efni

Ný matvælalöggjöf og vinnsla á hákarli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Að gefnu tilefni vil Matvælastofnun koma eftirfarandi á framfæri varðandi vinnslu á hákarli.

Þegar ný löggjöf um matvæli var sett á Evrópska efnahagssvæðinu var eitt af markmiðum löggjafarinnar að tryggja að sveigjanleiki væri til staðar varðandi framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla og að löggjöfin drægi ekki úr fjölbreytileika í evrópskri matargerð og hefðum. Sveigjanleiki í löggjöfinni er sérstaklega mikilvægur varðandi framleiðslu á hefðbundnum matvælum (foods with traditional characteristitics) en með hefðbundnum matvælum er átt við matvæli sem framleidd eru skv. gamalgrónum hefðum og aðferðum. Vinnsla á hákarli er ein slíkra aðferða sem byggja á sögulegri hefð.

Í apríl 2012 samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 93/1995 um matvæli, sem heimilaði ráðherra m.a. að víkja frá ákvæðum laganna þegar um er að ræða framleiðendur sem framleiða matvæli með aðferðum sem hefð er fyrir hérlendis. Stefnt er að því að reglur um hefðbundna framleiðslu verði gefnar út á komandi ári. 

Með vísan til framangreinds hafa ekki verið gerðar neinar breytingar á heimildum framleiðenda til að setja á markað hákarl sem unninn hefur verið á hefðbundinn hátt. Samþykktum starfsstöðvum er því eftir sem áður heimilt að taka við slíkum afurðum til frekari vinnslu.


Getum við bætt efni síðunnar?