Fara í efni

Notkun efna við þvott og kælingu á fiski

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Að gefnu tilefni þá vill Matvælastofnun benda á að ekki er heimilt að þvo fisk eða fiskafurðir með öðru en hreinum sjó eða neysluvatni. Ekki er heimilt að nota sæfiefni (biocide) í vatn eða sjó sem nota á til þvottar eða kælingar á fiski. Þetta gildir einnig um uppsjávarfisk, hvort sem um er að ræða fisk sem ætlaður er til bræðslu eða manneldis.

Í áttundu grein laga nr. 55 frá 1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða segir:

8. gr. Nota skal neysluvatn eða hreinan sjó til þvotta, þrifa, ísframleiðslu og við vinnslu sjávarafurða

Jafnframt segir í þriðja tölulið viðauka 1, kafla 1 í Rgl. nr. 233/1999:

3. Afla má aðeins þvo úr hreinum sjó eða neysluvatni til þess að gæði hans rýrni ekki

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?