Fara í efni

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur skv. reglugerð nr. 430/2010 þann 1. desember 2010 hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði  krónur 280 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

  • Alls bárust Matvælastofnun 56 tilboð um kaup eða sölu greiðslumarks.
  • Fjöldi gildra tilboða um sölu 14.
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup 39.
  • Greiðslumark sem boðið var fram = 927.871 lítrar.
  • Greiðslumark sem óskað var eftir = 876.277 lítrar.
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða = 138.555 lítrar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. desember 2010. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Skurðpunktur línanna sýnir jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum krónur 280 kr/l.

Til upplýsinga fyrir tilboðsgjafa

Þeir sem sett hafa inn tilboð um kaup á greiðslumarki og boðið verð sem er hærra eða jafnhátt því jafvægisverði sem fram kom á tilboðsmarkaðinum munu fá keypt greiðslumark í hlutfalli við magn viðkomandi  tilboðsgjafa af heildargreiðslumarki sem kemur til viðskipta.

Þeir sem sett hafa inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði sem er hærra en það jafnvægisverð sem fram kom geta ekki selt greiðslumark sitt.  

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?