Fara í efni

Nauðlending á Suðurlandsvegi – hundur í einangrun

Eins hreyfils flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi seint í gærkvöldi. Flugmaðurinn var einn um borð ásamt hundi sínum. Ferðalagið hófst í Bandaríkjunum en förinni var heitið til Bretlands. Þegar lögregla kom á vettvang tók hún hundinn í sína vörslu. Í morgun var hundurinn fluttur í einangrun undir eftirliti Matvælastofnunar þar sem eftirlitsdýralæknir skoðaði hann og tók sýni til greiningar. Hundurinn mun dvelja áfram í einangrun á meðan gerðar eru ráðstafanir um brottför hans frá Íslandi.


Getum við bætt efni síðunnar?