Námskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslum
Frétt -
16.04.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Matvælastofnun hefur
verið í samstarfi við Rannsóknaþjónustuna Sýni og Matís um skipulag
námskeiða fyrir starfsfólk í fiskiðnaði á Íslandi. Það er á ábyrgð
matvælaframleiðanda að starfsfólk fái nauðsynlega þjálfun um mikilvægi
hreinlætis og góðra framleiðsluhátta í matvælafyrirtækjum. Það er mat
Matvælastofnunar (MAST) að þekking á þessum þáttum sé að mörgu leyti
ábótavant og að þörf sé á auknu framboði af námskeiðum. MAST leitaði
því til aðila sem hafa boðið upp námskeið á þessu sviði og hafa þeir
sett upp námskeið sem annars vegar eru ætluð almennum starfsmönnum í
fiskvinnslu og hinsvegar ætluð þeim er bera ábyrgð á innra eftirliti
fyrirtækjanna. Upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðum Matís
og Rannsóknarþjónustunnar Sýni. |
Matvælastofnun hvetur forsvarsmenn fyrirtækja í fiskiðnaði sem og annarra matvælafyrirtækja til að kynna sér námskeiðsframboð þessara aðila og stuðla að því að starfsfólk sæki námsskeiðin. Í matvælareglugerðum ESB (852/2004, II viðauka, XII. kafla) sem verða væntanlega innleiddar hér á næstu mánuðum eru skýr ákvæði um að stjórnendur matvælafyrirtækja skulu tryggja að starfsfólk fái nauðsynlega þjálfun í þáttum er varða hollustuhætti í meðferð matvæla. Matvælastofnun ber að fylgja því eftir í eftirliti að starfsfólk fái nauðsynlega þjálfun til að öryggi matvæla sé tryggt.
Ítarefni