Fara í efni

Myglueitur og grunur um salmonellu í pistasíum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um innköllun á pistasíum vegna aflatoxíns myglueiturs og gruns um salmonellu í ákveðnum lotum sem eru á markaði hér á landi. Fyrirtækið H-Berg hefur hafið innköllun á hnetunum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Nánar um vöruna:

  • Vörumerki: H-Bergs
  • Vöruheiti: Pistasíukjarnar
  • Strikanúmer: 5694110033468
  • Umbúðir: Plast
  • Nettómagn: 100g
  • Best fyrir:06/16, 07/16, 08/16.
  • Dreifing: Verslanir Bónusar, Fjarðakaup, Melabúðin, verslanir Víðis, Miðbúðin og verslanir Iceland.

Neytendum sem hafa keypt vöruna er bent á að skila henni í verslunina sem hún var keypt eða farga henni. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá fyrirtækinu H-Berg í síma 565-6500.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?