Fara í efni

Myglueitur fannst í hrísgarjónum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

47 af 100 sýnum af hrísgrjónum keypt í sænskum verslunum í desember innihéldu aflatoxín myglueitur. Í 12 sýnum mældist aflatoxín  yfir leyfilegum mörkum skv. reglugerð um aðskotaefni. Um var að ræða tíu sýni af basmatihrísgrjónum og tvö sýni af  jasminhrísgrjónum. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem Matvælaeftirlitið í Svíþjóð (Livsmedelsverket) lét gera í desember síðastliðnum.


Aflatoxín


Aflatoxín er hópur efna sem eru lík í byggingu og eru þau framleidd af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir sveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Algengustu matvæli sem aflatoxin myndast í eru kornvörur, hnetur og fíkjur. Aflatoxin hefur einnig greinst í mjólk dýra sem neytt hafa mengaðs fóðurs.


Rannsóknir hafa sýnt fram á að aflatoxín hafa krabbameinsvaldandi áhrif í tilraunadýrum. Faraldursfræðilegar rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að sterkar líkur eru taldar á því að aflatoxín hafi áhrif á myndun krabbameins í lifur manna.


Engin bráð hætta við eitrun


Áhættuhópur eru þeir neytendur sem borða hrísgrjón sem meginuppistöðu máltíða á hverjum degi.


Ábyrgð innflutningsfyrirtækjanna


Innflutningsfyrirtæki eru ábyrg fyrir því að þau matvæli sem þau setja á markað séu örugg og það gera þau með góðu innra eftirliti. Innflutningsfyrirtæki eiga að gera kröfur til sinna erlenda birgja um örugga vöru.


Eftirlit á Íslandi.


Matvælastofnun mun kanna hrísgrjón á markaði hér á landi í ljósi þessara niðurstaða frá Svíþjóð. Einnig verður fylgst með ákvörðun og væntanlegum aðgerðum Evrópusambandsins.
Getum við bætt efni síðunnar?