Fara í efni

Minnka, skipta út og endurhugsa notkun sýklalyfja

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur birt á vef sínum erindi framsögumanna á ráðstefnu um baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi sem haldin var á mánudag. Fjöldi manna sýndi þessu mikilvæga málefni áhuga en alls voru 130 skráðir ráðstefnugestir. 

Meðal þess sem stóð upp úr á ráðstefnunni var þörfin á að minnka, skipta út og endurhugsa notkun sýklalyfja, einkum sem fyrirbyggjandi aðgerð innan heilbrigðiskerfisins og landbúnaðarins. Þrátt fyrir að notkun sýklalyfja sé lítil í landbúnaði á Íslandi og sýklalyfjaónæmi lítið borið saman við lönd sunnar í álfunni, þá er notkun innan heilbrigðiskerfisins meiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Íslenskur starfshópur hefur lagt fram tillögur í 10 liðum um hvernig megi sporna við frekari útbreiðslu á sýklalyfjaónæmi hérlendis en ljóst er að auka þarf sýnatökur hér á landi til að fá betri mynd af sýklalyfjaónæmi í matvælum, dýrum og umhverfi. Ítrekað var mikilvægi þess að stjórnvöld móti heildstæða stefnu til varnar sýklalyfjaónæmi hérlendis. 


Sigurður Ingi Jóhannsson og Bernhard Url, forstjóri EFSA

Matvælastofnun þakkar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis, Matís og Íslenskri erfðagreiningu fyrir aðkomu sína að heimsókn sendinefndar EFSA til Íslands. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?