Fara í efni

Matvælastofnun varar við tínslu kræklings í Hvalfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Að gefnu tilefni vill matvælastofnun koma á framfæri athugasemdum við grein í Fréttatímanum í dag: Gott um helgina: Tína krækling. Matvælastofnun varar við tínslu kræklings í Hvalfirði þar sem fyrirliggjandi niðurstöður á sjósýnum úr firðinum benda til að DSP eitur eða niðurgangseitur geti verið yfir viðmiðunarmörkum. Mælingar á þörungaeitri eru í bígerð og er niðurstaðan væntanleg í næstu viku.

Eiturþörungar hafa verið viðvarandi í Hvalfirði í allt sumar og þótt rofað hafi til á síðustu vikum er staðan ennþá slæm og síðustu sýni um og yfir viðmiðunarmörkum.

Kræklingur er herramannsmatur og án efa er það skemmtilegt að tína krækling með fjölskyldunni, en fólk ætti að afla sér upplýsinga á heimasíðu Matvælastofnunar hvernig staðan er með eiturþörunga í sjó og þörungaeitur í skelinni áður haldið er af stað.


Getum við bætt efni síðunnar?