Fara í efni

Matvælastofnun varar við fleiri útgáfum af fortodol

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Þann 26. febrúar síðastliðinn varaði Matvælastofnun við fæðubótar-efninu Fortodol sem sem getur valdið alvarlegum lifrarskaða.  Í Svíþjóð hafa fjögur alvarleg tilfelli lifrarbilana og þar af eitt dauðsfall, verið tengt við notkun Fortodol.  Í Noregi hefur eitt dauðsfall og fimm tilfelli lifrarskaða verið tengt við efnið. 

Matvælastofnun hefur nú fengið vitneskju um að sama fæðubótarefni hafi einnig verið markaðssett undir þremur öðrum nöfnum, þ.e.
 

  • Leppin Miradin

  • Leppin Miridin
  • Re-lev-it 90 capsules


Ekkert þessara vöruheita hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar (innflutning / markaðssetningu fæðubótarefna hér á landi ber að tilkynna til Matvælastofnunar) og eru vörurnar, eftir því sem næst verður komist, ekki fáanlegar á almennum markaði hér á landi.  Efnin eru þó fáanleg í gegnum internetið.

Matvælastofnun hvetur þá er kunna að taka inn Fortodol eða einvherja af útgáfum þess, að hætta neyslu þess nú þegar og leita læknis ef grunur leikur á um lifrarskaða.  

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?