Fara í efni

Matvælastofnun varar áfram við neyslu frosinna berja

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Sænska matvælastofnunin greindi frá því í gær að óvenju mörg tilfelli af lifrarbólgu A hafi komið upp í Svíþjóð að undanförnu. Uppruni smitsins er óþekktur en grunur leikur á að rekja megi smitið til frosinna berja. Nýlega varð mikil aukning á lifrarbólgutilfellum (A) í Danmörku sem rakin var til frosinna berja. Matvælastofnun telur því fulla ástæðu til að vara áfram við neyslu frosinna berja, en slík neysla er vinsæl í skyrdrykkjum hérlendis. Hægt er að fyrirbyggja smit með því að sjóða frosin ber í minnst eina mínútu áður en þau eru notuð í drykki eða aðra rétti sem ekki eru hitaðir.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?