Fara í efni

Matvælastofnun tekur þátt í rannsókn á þörungaeitri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýlega voru birtar niðurstöður úr rannsókn á PSP þörungaeitri í vísindaritinu Food Control. Rannsóknin er samstarfsverkefni Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og írsku hafrannsóknarstofnunarinnar (Marine Institute) og fjallar um fyrstu ítarlegu tegundagreiningu eiturþörunga og efnagreiningu eiturefna sem heyra undir PSP þörungaeitur í kræklingi í Breiðafirði og Eyjafirði árið 2009. 
PSP þörungaeitur (Paralytic Shellfish Poisoning) greindist í kræklingi frá tveimur ræktunarsvæðum, Breiðafirði og Eyjafirði, árið 2009. Í júní sama ár leiddi þörungablómi Alexandrium eiturþörunga til lokunar á þessum ræktunarsvæðum vegna mikils þörungaeiturs í kræklingi á báðum svæðum.

Greining á plöntusvifi sýndi mikið magn þörunga af tegundunni Alexandrium tamarense en einnig greindust í minna magni þörungar af tegundinni Alexandrium ostenfeldii. Eitrunin var tífalt yfir mörkum Evrópusambandsins í Breiðafirði og fjórfalt yfir mörkum í Breiðafirði. Niðurstöður eiturefnagreiningar leiddi í ljós að mest var af eiturefninu gonyautoxin-2,3 (GTX-2,3) en einnig mikið af Saxitoxin (STX). Jafnframt var að finna Gonyautoxin-1,4 (GTX-1,4) í mun lægri styrk á báðum ræktunarsvæðum.

Greinina í heild sinni má nálgast hér að neðan. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?