Fara í efni

Matvælastofnun og Fiskistofa gera samstarfssamning

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í dag undirrituðu Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), og Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri, samstarfssamning með það að markmiði að koma á gagnkvæmu samstarfi um tiltekin eftirlitsverkefni. Samningurinn er gerður á grundvelli ákvæða laga um fjárreiður ríkisins og felur ekki í sér framsal valdheimilda, heldur er um að ræða framkvæmd tiltekinna verkefna og gagnkvæma upplýsingagjöf og tilkynningar um brot eða frávik frá lögboðnum skyldum af hálfu eftirlitsþola. Eftirfylgni í slíkum málum verður á forræði þeirrar stofnunar sem fer með opinbert eftirlit á viðkomandi sviði og hefur þar með valdheimildir til að krefjast úrbóta.


Eitt meginmarkmið samstarfssamningsins er að einfalda og auðvelda upplýsingaöflun og bæta eftirlit án þess að auka eftirlitskostnað og þar með eftirlitsgjöld. Samstarf stofnananna á því að leiða til hagkvæmni og hagræðingar fyrir samningsaðilana og þá sem eru háðir opinberu eftirliti af þeirra hálfu. Helstu verkefni sem samkomulagið nær til koma fram hér, en nánari lýsingu á þeim og verklagi sem viðhaft verður er að finna í viðaukum með samstarfssamningnum:

  

Verkefni unnin fyrir MAST


Starfsmenn fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu annast tiltekin verkefni á sviði eftirlits með meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða:


 1. Stöðumat í vinnslu- og frystiskipum
 2. Hitastig og ísun landaðs afla
 3. Aflameðferð 
 4. Ásigkomulag fiskiskipa
 5. Ásigkomulag löndunaraðstöðu
 6. Upplýsingar um skip og báta sem stunda veiðar á hverjum tíma.


Verkefni unnin fyrir Fiskistofu


Starfsmenn Inn- og útflutningsskrifstofu MAST annast tiltekin verkefni tengd löndun og innflutningi sjávarafla:


 1. Upplýsingagjöf til Fiskistofu um landaðan afla erlendra skipa sem landa afla sínum á Íslandi
 2. Eftirlit með löndun erlendra skipa (3ja ríkis) eftir veiðar á NEAFC – og NAFO – svæðum í a.m.k. 15% landana.
 3. Eftirlitsmenn MAST sem sinna eftirliti með löndunaraðstöðu upplýsi Fiskistofu um meint brot á reglum um stjórn fiskveiða: Eftirlit með vigtunarbrotum s.s. framhjálöndun.
 4. Dýralæknir fisksjúkdóma upplýsi Fiskistofu um niðurstöður skoðana á fiskeldisfyrirtækjum: 
 5. Upplýsingagjöf vegna skoðana á fiskeldisfyrirtækjum


Önnur sameiginleg verkefni


Samkvæmt reglugerð nr. 910/2001 um skýrsluskil vegna viðskipta með afla, með síðari breytingum, hafa báðar stofnanir aðkomu að því að veiðivottorð staðfest af Fiskistofu séu byggð á trúverðugum upplýsingum:


 1. Eftirlit vegna útgáfu veiðivottorða. MAST hefur eftirlit með því að veiðiskip og löndunardagsetning hráefnis sem unnið er hverju sinni í fiskvinnslu sé þekkt og tilkynnir Fiskistofu tafarlaust um vanbúnað þar á.Getum við bætt efni síðunnar?