Fara í efni

Matvælastofnun birtir hagtölur í landbúnaði fyrir árið 2016

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.

Á árinu 2016 var unnið að því að gera skráningar búfjár skilvirkari, þar sem búfjáreigendur/umráðamenn í sauðfjárrækt, hrossarækt og nautgriparækt gátu til viðmiðunar séð upplýsingar úr skýrsluhaldskerfum við útfyllingu á haustskýrslum. Þá var skráningakerfi alifugla endurskoðað til að bæta hagtölusöfnun. Unnið er að því að bæta skráningar á hrossum og stefnt er að því að hægt verði að skrá haustskýrslu samhliða skráningu í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, í haust.

Rafræn skil bænda voru betri en undanfarin ár og var heildarfjöldi skilaðra skýrslna 4.901 talsins. Nautgripum og sauðfé fjölgaði frá fyrra ári. Nautgripum fjölgaði úr 78.776 í 80.024 og sauðfé úr 473.553 í 475.893 á milli ára. Geitum fjölgaði úr 1.011 í 1.188 á milli ára en í fyrra hófst skipulagt skýrsluhald í geitfjárrækt.

Hagtölurnar eru aðgengilegar á mælaborði Matvælastofnunar og inn á vef DataMarket


Getum við bætt efni síðunnar?