Fara í efni

Atvinnuvegaráðuneytið auglýsir styrki til lífrænna framleiðenda

Mast vill vekja athygli áhugasamra bænda á auglýsingu Atvinnuvegaráðuneytisins á styrkjum til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum.

Sjá frétt á vef Stjórnarráðsins Stjórnarráðið | Styrkir til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum

Lífræn ræktun er aðferð til landbúnaðarframleiðslu sem stefnir að því að framleiða hráefni í matinn okkar með náttúrulegum efnum og aðferðum. Það er mælt fyrir um ítarlegar lágmarkskröfur í reglugerðum og fela þær í sér að lífræn ræktun þarf að vera fjölhæf starfsemi þar sem notaðar eru náttúrulegar endurnýjanlegar auðlindir svo sem húsdýraáburður, skiptiræktun, belgjurtir og fóðurjurtir sem stuðla að bættri frjósemi jarðvegs og viðhalda til lengri tíma.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér einnig Aðgerðaáætlun Matvælaráðuneytisins frá 2024 um eflingu lífrænnar matvælafremleiðslu sem hægt er að nálgast á vef stjórnarráðsins. Stjórnarráðið | Efling lífrænnar matvælaframleiðslu - Aðgerðaáætlun

Tengt efni:


Getum við bætt efni síðunnar?