Fara í efni

Matvælaeftirlit í bátum og skipum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Frá og með 1. júlí 2015 mun Matvælastofnun hefja reglubundið eftirlit með bátum og skipum sem landa ferskum afla.

Meðferð afla um borð í bátum og skipum er mikilvægur þáttur í að tryggja heilnæmi og geymsluþol fisks og fiskafurða. Samkvæmt lögum um matvæli ber Matvælastofnun að hafa eftirlit með og framfylgja reglum um öryggi matvæla og góða hollustuhætti, þ.m.t. opinbert eftirlit með fiskiskipum.

Í eftirlitinu verður farið um borð í báta og skip og gerð úttekt á búnaði, hreinlæti, vinnufatnaði, umbúðum og aðskilnaði matvæla og tækja eða efna sem menga geta matvæli. Eftirlitið mun fara fram skv. skoðunarhandbók Matvælastofnunar fyrir matvæli úr dýraríkinu. Tíðni skoðana og eftirlitsgjald verður skv. eftirfarandi töflu:

Stærð
Tíðni skoðana  Reglubundin skoðun  Eftirfylgni (tímagjald*) 
< 15bt  1x3ja ára fresti 28.374 kr.  8.348 kr. 
15bt - 249bt 1x2ja ára fresti  32.548 kr.  8.348 kr. 
250bt - 1000bt  1x á ári  40.896 kr.  8.348 kr. 
>1000bt  1x á ári  40.896 kr.  8.348 kr. 

*Tímagjald miðast við heildartíma (tími í ferðir, undirbúning, skoðun og skýrslugerð)

 
Niðurstöður eftirlitsins verða sendar  rafrænt sem eftirlitsskýrslur til eftirlitsþega.  Listi yfir báta með gild leyfi verður aðgengilegur á vef Matvælastofnunar.

Opinberar kröfur til frumframleiðslu eru í Viðauka I.reglugerðar nr. EB/852/2004 (103/2010) og VII. Þáttur í Viðauka III.reglugerðar nr. EB/853/2004 (104/2010) ásamt 4.breytingu á sömu reglugerð um meðferð og kælingu botnfiskafla úr veiðiferðum sem vara skemur en 24 klukkustundir. Einnig er að finna kröfur til fiskiskipa skv. II. kafla 5 og 6. gr. laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir.


Getum við bætt efni síðunnar?