Málþing um nýjar evrópureglur
![]() |
Embætti yfirdýralæknis hélt málþing
miðvikudaginn 15. júní 2005 um nýjar reglur Evrópusambandsins
við framleiðslu og heilbrigðiseftirlit með matvælum
frá haga til maga. |
Á málþinginu var kynnt ný löggjöf Evrópusambandsins á þessu sviði en hún tekur gildi 1. janúar 2006. Ronald Dwinger frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel, Ólafur Guðmundsson forstöðumaður Aðfangaeftirlits og Ólafur Oddgeirsson frá Food Control Consultants í Skotlandi gerðu grein fyrir löggjöfinni, aðdraganda breytinga á henni og helstu nýjungum. Ólafur Guðmundsson, Sigurður Örn Hansson og Halldór Runólfsson ræddu hvaða áhrif löggjöfin hefði hér á landi og kynnt voru viðhorf Bændasamtaka, sláturleyfishafa og Samtaka í mjólkuriðnaði.
Ísland hefur innleitt löggjöf Evrópusambandsins um fóður og því munu nýjar reglur um fóður verða innleiddar hér. Ísland er þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu varðandi búfjárafurðir og þarf ekki að innleiða reglur sambandsins á því sviði. Þær munu samt hafa mikil áhrif hér á landi, því mörg sláturhús og flest mjólkurbú hafa útflutningsleyfi á Evrópusambandsmarkað og þurfa því að fylgja reglum Evrópusambandsins.
Um 70 þátttakendur voru á málþinginu.
Erindin sem haldin voru á málþinginu er hægt að sækja hér (power point).
Reglugerðir:
|