Fara í efni

Mæling á flúor í ösku frá Eyjafjallajökli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Samkvæmt upplýsingum Jarðvísindastofnunar á magni vatnsleysanlegs flúors í ösku úr gosinu í Eyjafjallajökli er flúormagn ekki tiltakanlega mikið, eða nálægt þriðjungi þess sem yfirleitt er í ösku frá Heklu. Sýnataka og mæling var framkvæmd 22. mars 2010.



  Þrjú sýni voru mæld:
  1. Sýni frá eldstöðinni – fíngert glerjað gjall
  2. Sýni í snjó undir Eyjafjöllum  VP323 á 63.36.36,4-19.26.17,3- glerjuð aska 0,2-1mm
  3. Sama stað og No 2

Sýni 1 var skolað á rannsóknarstofu og flúor og sýrustig mælt í skolvatni.

Flúor og sýrustig var mælt í bræðsluvatni af sýnum 2 og 3.


Niðurstöður

Leysanlegur flúor á yfirborði ösku: mg flúor pr kg af ösku.

  • Sýni 1(pH 6,45) Flúor  92 mg/kg
  • Sýni 2 (pH 5.66) Flúor 112 mg/kg
  • Sýni 3 (pH 5,55) Flúor 108 mg/kg
Skolvatnið er lítið eitt súrt – bendir til lítilræðis af eldfjallagasi (Saltsýru-Brennisteinssýru) á öskukornunum.

OBS – Sýnin eru gróf aska – gera verður ráð fyrir að flúorgildi séu hærri fjær eldfjallinu þar sem askan er fíngerðari og yfirborð hennar stærra. Hugsanlegt er að gildin væru allt að 400-500 mg/kg á Mið-Suðurlandi.

Ofangreind gildi eru mjög svipuð og í Heimaeyjargosinu 1973. Þótt gildin einungis um þriðjungur þess, sem mælist í Hekluösku er full ástæða til varúðar og að halda búpeningi frá öskumengaðri beit og einkum bræðsluvatni svo sem pollum á túnum.

Greining: Níels Óskarsson


Getum við bætt efni síðunnar?