Fara í efni

Mælaborð Matvælastofnunar opnað

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nú hefur Matvælastofnun í samstarfi við Datamarket opnað sérstaka upplýsingaveitu fyrir tölur um búfjáreign og fóðurframleiðslu í landbúnaði. Notendum gefst með notkun veitunnar tækifæri til að setja saman eigin fyrirspurnir og sjá niðurstöður ýmist á línulegum gröfum, í töfluformi eða stöplaritum. Eins er nú á auðveldan hátt mögulegt að afrita töflur og línurit úr gagnasafninu til birtingar þar sem viðkomandi notandi kýs. Áskilið er að heimilda sé getið þegar slíkt er gert.  

Gögnin sem nú eru aðgengileg á rafrænan hátt ná yfir tímabilið frá 1981 til 2010 og byggjast á skráningu búfjáreftirlitsmanna að vori og bænda að hausti. Tölur um fóðurframleiðslu byggja á skráningum bænda en tölur um fjölda búfjár á skráningu búfjáreftirlitsmanna. 

Gera má ráð fyrir að margir vilji nýta sér þá möguleika sem hér opnast m.a. til að greina fjöldatölur einstakra búfjártegunda eftir svæðum eða sveitarfélögum og þróun landbúnaðar eftir svæðum á því árabili sem gögnin ná yfir.  

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?