Lyfjameðhöndlun líflamba gegn sníkjudýrum
Frétt -
20.09.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Nú er tími líflamasölu og vill Matvælastofnun af því tilefni vekja athygli seljenda og kaupenda á þeirri lagabreytingu sem gerð var með reglugerð nr. 602/2010 um (1.) breytingu á reglugerð um nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða. Eftir breytinguna hljóðar 8. gr. reglugerðarinnar svo:
,,Skylt er seljanda að láta meðhöndla líflömb með lyfjum gegn
sníkjudýrum fyrir flutning, á þeim svæðum eða varnarhólfum þar sem slík
sníkjudýr eru talin vera landlæg.
|
Í Norðausturhólfi eru
sérstakir lungnaormar í lömbum taldir landlægir. Þess vegna þarf að
meðhöndla sölulömb þar með breiðvirku lyfi gegn sníkjudýrum. Eftir
ofangreinda breytingu greiðist allur kostnaður vegna meðhöndlunar á
líflömbum af seljanda þeirra. Seljendur eru ábyrgir fyrir því að líflömb
séu meðhöndluð og skulu þeir gæta þess að fá skriflega staðfestingu
dýralæknis á meðhöndlunin hafi verið framkvæmd. Kaupendur líflamba í
Norðausturhólfi skulu að sama skapi gæta þess að ekki sé verið að kaupa
ómeðhöndluð líflömb og fá afrit af skriflegri staðfestingu dýralæknis á
meðhöndluninni. Hvaða dýralæknir sem er má framkvæma aðgerðina. Almennt
eru kaupendur líflamba hvattir til þess að láta meðhöndla lömbin með
langvirku ormalyfi. |
Ítarefni