Fara í efni

Lokun skiptiborðs vegna verkfalls SFR

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Skiptiborð Matvælastofnunar verður lokað frá fimmtudeginum 15. október til miðvikudagsins 21. október vegna verkfalls félagsmanna SFR. Ekki verður brugðist við tölvupósti á netfangið mast@mast.is og innflutningur@mast.is fyrr en að verkfalli loknu á miðvikudag. Sama á við um ábendingar og fyrirspurnir sem berast í gegnum ábendingakerfi Matvælastofnunar.

Þjónusta inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar skerðist á meðan á verkfallinu stendur. Útgáfa heilbrigðisvottorða fyrir fiskafurðir fellur niður og eru fiskútflytjendur beðnir að taka mið af þessu varðandi tímasetningu frágangs sendinga. Ennfremur raskast afgreiðsla innflutningstilkynninga. 

Ef ekki verður samið má búast við sambærilegri röskun þjónustu 29. og 30. október, 2. og 3. nóvember og 12. og 13. nóvember.

Hægt verður að setja sig í samband við starfsfólk Matvælastofnunar með tölvupósti. Netfangalista starfsmanna er að finna á starfsmannasíðu Matvælastofnunar.


Getum við bætt efni síðunnar?